Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 583, 127. löggjafarþing 281. mál: innflutningur dýra (heimild til gjaldtöku).
Lög nr. 142 21. desember 2001.

Lög um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Eigendur dýra og erfðaefnis greiða gjöld fyrir þjónustu sóttvarna- og einangrunarstöðva samkvæmt gjaldskrá er landbúnaðarráðherra setur. Við ákvörðun um gjaldskrá skal við það miðað að tekjur sóttvarna- og einangrunarstöðvar standi undir útgjöldum hennar, svo sem almennum rekstrarkostnaði, launakostnaði, leigugjöldum, fóðurkostnaði, lyfjakostnaði og dýralæknaþjónustu, kostnaði við sýnatökur og rannsóknir og opinberum gjöldum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2001.