Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 584, 127. löggjafarþing 313. mál: lífræn landbúnaðarframleiðsla (EES-reglur).
Lög nr. 150 21. desember 2001.

Lög um breytingar á lögum nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.


l. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Landbúnaðarráðherra setur reglugerð þar sem tilgreindar eru lágmarkskröfur sem gerðar eru til vottaðra lífrænna framleiðsluhátta við íslenskar aðstæður í samræmi við grunnreglur Alþjóðasamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM) og skuldbindingar Íslands skv. I. og II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Sektir renna í ríkissjóð.
     Með mál samkvæmt þessari grein skal farið að hætti opinberra mála, sbr. lög um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2001.