Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 638, 127. löggjafarþing 282. mál: fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi (gjald fyrir rekstrarleyfi).
Lög nr. 153 21. desember 2001.

Lög um breytingu á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Vegagerðinni er heimilt að veita almennt leyfi skv. 4. gr. til aksturs skólabifreiða, enda þótt slíkar bifreiðar rúmi færri en níu farþega.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „1.000“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. kemur: 1.400.
  2. 4. tölul. 2. mgr. fellur brott.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2001.