Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 631, 127. löggjafarþing 358. mál: húsnæðismál (afskrift af skuldum sveitarfélaga).
Lög nr. 155 21. desember 2001.

Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998.


1. gr.

     Við 47. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. og orðast svo:
     Stjórn Íbúðalánasjóðs er heimilt að fengnum tillögum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, og með samþykki félagsmálaráðherra, að semja við sveitarfélag um afskrift á hluta af skuldum þess við sjóðinn gegn greiðslu á eftirstöðvum vanskila og hluta skulda, enda séu fjármál viðkomandi sveitarfélags til meðferðar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sbr. 74. og 75. gr. sveitarstjórnarlaga. Einnig sé um að ræða lið í samræmdum aðgerðum kröfuhafa í tengslum við heildarendurskipulagningu á fjármálum sveitarfélagsins og ljóst að hagsmunum Íbúðalánasjóðs verði betur borgið með slíkum samningi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2001.