Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1130, 127. löggjafarþing 704. mál: vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (bensín).
Lög nr. 22 4. apríl 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 14. gr. laganna skal greiða 8,95 kr. vörugjald af hverjum lítra af bensíni frá gildistöku laga þessara til loka júní 2002.
     Ákvæði 1. mgr. tekur einnig til tollafgreiddra en óseldra bensínbirgða sem til eru í landinu við gildistöku laga þessara.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. apríl 2002.