Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1186, 127. löggjafarþing 293. mál: flokkun og mat á gærum og ull (ullarmat).
Lög nr. 48 22. apríl 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 3. mgr. fellur brott.
  2. 5. mgr., sem verður 4. mgr., orðast svo:
  3.      Heimilt er landbúnaðarráðherra að setja nánari ákvæði um starfssvið gæru- og ullarmatsmanna og nefnda skv. 1. og 2. mgr.


2. gr.

     1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Kostnaður af starfi gæru- og ullarmatsnefnda greiðist úr ríkissjóði en kostnað af starfi matsmanna greiða viðkomandi afurðastöðvar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 2002.