Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1411, 127. löggjafarþing 670. mál: fiskveiðar utan lögsögu Íslands (norsk-íslenski síldarstofninn).
Lög nr. 50 2. maí 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 151 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 5. gr. skal Fiskistofa úthluta einstökum skipum aflahlutdeild í norsk-íslenska síldarstofninum á grundvelli aflareynslu þeirra á árunum 1994–2001 að báðum árum meðtöldum. Hafi skip komið í stað skips sem áunnið hefur sér aflareynslu, sbr. b-lið 2. gr. laga nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, skal það skip sem í staðinn kemur njóta þeirrar aflareynslu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 2002.