Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1445, 127. löggjafarþing 668. mál: alþjóðleg viðskiptafélög (bókhald í erlendum gjaldeyri).
Lög nr. 79 10. maí 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög.


1. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Alþjóðlegt viðskiptafélag getur fengið heimild ársreikningaskrár til að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli í samræmi við ákvæði laga nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum, og semja og birta ársreikning sinn í erlendum gjaldmiðli í samræmi við ákvæði laga nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2002.