Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 710, 128. löggjafarþing 322. mál: aukatekjur ríkissjóðs (ýmsar gjaldtökuheimildir).
Lög nr. 145 18. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 5. mgr. 1. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
 1. Forsjármálum.
 2. Afhendingarmálum, sbr. lög nr. 160/1995.


2. gr.

     Í stað orðanna „og skipulagsfræðinga“ í 22. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: skipulagsfræðinga og raffræðinga.

3. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
 1. Leyfi til sölu notaðra ökutækja
  1. til fimm ára     25.000 kr.
  2. endurnýjun leyfis skv. a-lið      2.500 kr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
 1. 4. tölul. orðast svo: Aðgangsheimildir að varnarstöðinni Keflavíkurflugvelli:
  1. Að Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þjónustusvæði (svæði 1) og bannsvæði (svæði 3), sbr. 6. gr. reglugerðar um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum, nr. 293/2002     2.800 kr.
  2. Að flotastöð varnarliðsins (svæði 2), sbr. 6. gr. reglugerðar um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum, nr. 293/2002     2.000 kr.
 2. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
  1. Fyrir friðlýsingu æðarvarpa     5.000 kr.


5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2002.