Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1419, 128. löggjafarþing 610. mál: vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (lækkun gjalds).
Lög nr. 19 26. mars 2003.

Lög um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 3. tölul. orðast svo:
  1. 13% vörugjald:
  2. Kranabifreiðar og borkranabifreiðar sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd.
  3. Grindur með hreyfli fyrir vélknúin ökutæki.
  4. Yfirbyggingar, þar með talin ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki.
  5. Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd, aðrir tengi- og festivagnar.
  6. Dráttarbifreiðar fyrir festivagna sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
  7. Ökutæki, sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
  8. Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd 5 tonn eða minna,
  9. Fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki 40 ára og eldri.
 2. 4. tölul. fellur brott.


2. gr.

     Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo:
 1. Vörugjald af bifreiðum sem eru sérstaklega útbúnar og notaðar til líkflutninga skal vera:
Flokkur Sprengirými aflvélar Gjald í %
I 0–2.000 10
II Yfir 2.000 13


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. mars 2003.