Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1200, 128. löggjafarþing 485. mál: vátryggingastarfsemi (ökutækjatryggingar, EES-reglur).
Lög nr. 28 20. mars 2003.

Lög um breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, með síðari breytingum.


1. gr.

     Nýr töluliður bætist við 2. mgr. 21. gr. laganna, svohljóðandi: Staðfesting á aðild að Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi sf. og á þátttöku í starfsemi tjónsuppgjörsmiðstöðvar og upplýsingamiðstöðvar samkvæmt umferðarlögum sé sótt um leyfi skv. 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. Jafnframt skal upplýst um tjónsuppgjörsfulltrúa í sérhverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og Fríverslunarsamtaka Evrópu.

2. gr.

     4. tölul. 2. mgr. 64. gr. laganna verður svohljóðandi: Staðfestingar á aðild að Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi sf. og á þátttöku í starfsemi tjónsuppgjörsmiðstöðvar og upplýsingamiðstöðvar samkvæmt umferðarlögum sé sótt um leyfi skv. 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. Jafnframt skal upplýst um tjónsuppgjörsfulltrúa í sérhverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og Fríverslunarsamtaka Evrópu.

3. gr.

     4. tölul. 2. mgr. 65. gr. laganna verður svohljóðandi: Staðfestingar á aðild að Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi sf. og á þátttöku í starfsemi tjónsuppgjörsmiðstöðvar og upplýsingamiðstöðvar samkvæmt umferðarlögum sé sótt um leyfi skv. 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. Jafnframt skal upplýst um tjónsuppgjörsfulltrúa í sérhverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og Fríverslunarsamtaka Evrópu og um nafn og aðsetur fulltrúa hér á landi sem hefur með höndum tjónsuppgjör, sbr. 5. mgr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þau vátryggingafélög sem hlotið hafa starfsleyfi skv. 26. gr. laganna við gildistöku laga þessara skulu þegar í stað grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að uppfylla skilyrði laga þessara.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.