Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1420, 128. löggjafarþing 683. mál: Kjaradómur og kjaranefnd (heilsugæslulæknar).
Lög nr. 71 26. mars 2003.

Lög um breyting á lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Enn fremur ákveður nefndin laun og starfskjör prófessora, enda verði talið að þeir gegni því starfi að aðalstarfi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Úrskurður kjaranefndar um laun og önnur starfskjör heilsugæslulækna frá 15. október 2002 skal gilda þar til núgildandi kjarasamningur milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands, dags. 2. maí 2002, fellur úr gildi. Laun heilsugæslulækna samkvæmt kafla IX skulu þó hækka um 3% frá og með 1. janúar 2004 og aftur um 3% 1. janúar 2005 nema önnur niðurstaða verði ákveðin á grundvelli greinar 16.2 í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands, dags. 2. maí 2002, þá skal sú niðurstaða gilda.
     Hvað varðar þann hluta úrskurðarins sem fjallar um afkastahvetjandi launakerfi, einkum kafla IX, liði 4 og 5, skal fjármálaráðherra taka upp viðræður við Læknafélag Íslands um hvort breyta skuli fyrirkomulagi á þeim hluta. Þeim viðræðum skal lokið fyrir 31. desember 2003. Aðilum er þó heimilt að framlengja viðræðurnar um allt að einn mánuð. Náist samkomulag um breytingar innan þess tíma kemur það í stað framangreinds hluta úrskurðarins.

Samþykkt á Alþingi 14. mars 2003.