Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1414, 128. löggjafarþing 602. mál: stjórn fiskveiða (meðafli).
Lög nr. 75 26. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38 15. maí 1990, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIX í lögunum, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 129 20. desember 2001, um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, kemur: Á fiskveiðiárunum 2002/2003, 2003/2004 og 2004/2005 er skipstjóra fiskiskips heimilt að ákveða að hluti af afla skipsins reiknist ekki til aflamarks þess. Sá hluti sem þannig reiknast ekki til aflamarks skipsins skal þó aldrei nema meiru en sem nemur 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla sem hlutaðeigandi skip veiðir á hverju fiskveiðiári. Heimild þessi er háð því að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. mars 2003.