Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1363, 128. löggjafarþing 598. mál: atvinnuréttindi útlendinga (búsetuleyfi, EES-reglur).
Lög nr. 84 26. mars 2003.

Lög um breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97 10. maí 2002.


1. gr.

     7. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Búsetuleyfi: Leyfi sem felur í sér rétt til ótímabundinnar dvalar skv. 15. gr. laga um útlendinga.

2. gr.

     Í stað a- og b-liðar 14. gr. laganna kemur nýr liður sem orðast svo: Ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðrir útlendingar sem falla undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, með þeim takmörkunum sem þar greinir og nánar skal kveðið á um í reglugerð.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. mars 2003.