Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 583, 130. löggjafarþing 142. mál: mannréttindasáttmáli Evrópu (13. samningsviðauki).
Lög nr. 128 16. desember 2003.

Lög um breyting á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994 (13. samningsviðauki).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Samningsviðauka nr. 13 frá 3. maí 2002 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis, varðandi afnám dauðarefsinga í öllum tilvikum.
  2. Í stað orðanna „samningsviðaukar nr. 1, 4, 6 og 7“ í 2. mgr. kemur: samningsviðaukar nr. 1, 4, 6, 7 og 13.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 2003.