Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 711, 130. löggjafarþing 255. mál: stjórn fiskveiða (hafrannsóknaafli, þorskeldiskvóti).
Lög nr. 149 20. desember 2003.

Lög um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða XXIX í lögunum, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 129 20. desember 2001, um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, kemur: sjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Hafi aðilar ekki náð að nýta sér að fullu eða að hluta þær aflaheimildir sem voru þeim til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu 2002/2003 til tilrauna með áframeldi á þorski á því fiskveiðiári, sbr. b-lið 16. gr. laga nr. 85 15. maí 2002, um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, er ráðherra heimilt að samþykkja að ónýttar aflaheimildir verði nýttar í sama tilgangi á fiskveiðiárinu 2003/2004.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2003.