Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1562, 130. löggjafarþing 683. mál: vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (metangas og rafmagn).
Lög nr. 29 7. maí 2004.

Lög um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum orðast svo:
     Vörugjald af bifreiðum sem eru gjaldskyldar skv. 3. gr. laganna og búnar eru vélum sem nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu skal vera 120.000 kr. lægra en ella væri samkvæmt greininni.
     Heimild til lækkunar skv. 1. mgr. gildir til 31. desember 2006.
     Ráðherra getur sett nánari reglur um lækkun vörugjalds samkvæmt þessu ákvæði, svo sem um tæknilegan búnað bifreiðar, hvað teljist vera „að verulegu leyti“ skv. 1. mgr. og þau gögn sem leggja þarf fram með umsókn um lækkun vörugjalds á grundvelli þessa ákvæðis.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Sé þess óskað skal endurgreiða vörugjald af þeim bifreiðum sem uppfylla skilyrði 1. gr. þessara laga og tollafgreiddar eru milli 1. janúar 2004 og gildistöku laganna.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 2004.