Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1557, 130. löggjafarþing 755. mál: hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans.
Lög nr. 31 7. maí 2004.

Lög um hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda (PIL).


1. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að samþykkja hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda (PIL) úr 3,3 milljörðum evra í 4,0 milljarða evra frá 1. júlí 2004.

2. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að staðfesta nauðsynlegar breytingar á samþykktum bankans vegna hækkunarinnar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 2004.