Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1553, 130. löggjafarþing 446. mál: meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða (slátrun eldisfisks).
Lög nr. 40 11. maí 2004.

Lög um breytingu á lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, nr. 55 10. júní 1998.


1. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi gilda um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og einnig um eftirlit með slátrun, vinnslu, pökkun og dreifingu hafbeitar-, vatna- og eldisfisks.

2. gr.

     1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Allar vinnslustöðvar, þar með talin vinnsluskip sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, sbr. lög nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, skulu hafa tölusett vinnsluleyfi til staðfestingar því að fullnægt sé settum skilyrðum. Sama gildir um fiskmjölsverksmiðjur, framleiðslustöðvar dýrafóðurs úr sjávarafurðum og stöðvar þar sem slátrun, vinnsla eða pökkun hafbeitar-, vatna- og eldisfisks fer fram. Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um búnað vinnslustöðva þar sem slátrun á eldisfiski fer fram og um eftirlit með slátrun á eldisfiski.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 2004.