Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1748, 130. löggjafarþing 870. mál: lögreglulög (tæknirannsóknir o.fl.).
Lög nr. 56 1. júní 2004.

Lög um breytingu á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996, með síðari breytingum.


1. gr.

     E-liður 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: að starfrækja rannsóknastofu sem hafi eftirlit með framkvæmd tæknirannsókna lögreglu, þar með rekstri miðlægra gagnagrunna lögreglu á sviði tæknirannsókna, annist erlend samskipti vegna tæknirannsókna og samstarf, haldi skrá um horfið fólk og hafi umsjón með störfum kennslanefndar og útgáfu leiðbeininga og verklagsreglna um tæknirannsóknir sem ríkislögreglustjóri setur.

2. gr.

     4. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Við embætti lögreglustjórans í Reykjavík skal starfrækt tæknideild sem sinni vettvangsrannsóknum, samanburðarrannsóknum og öðrum slíkum rannsóknum og varðveiti fingrafarasafn lögreglu og ljósmyndasafn og haldi því við. Tæknideildin skal þjóna öllum lögregluumdæmum landsins og setur ríkislögreglustjóri nánari reglur um starfrækslu hennar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. maí 2004.