Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1890, 130. löggjafarþing 875. mál: umgengni um nytjastofna sjávar (landanir erlendis, undirmálsfiskur).
Lög nr. 65 7. júní 2004.

Lög um breytingu á lögum nr. 57 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Þá getur ráðherra heimilað með reglugerð að afla úr stofnum sem halda sig að hluta í efnahagslögsögu Íslands sé landað erlendis, enda sé eftirlit með löndun afla og vigtun hans talið fullnægjandi.

2. gr.

     4. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: Ákveði ráðherra á grundvelli laga um stjórn fiskveiða að fiskur undir tiltekinni stærð eða þyngd teljist aðeins að hluta með í aflamarki skal hann setja reglur um hvernig að frágangi hans um borð í veiðiskipi og vigtun skuli staðið.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.