Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1888, 130. löggjafarþing 881. mál: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (Stofnsjóður, framtakssjóðir).
Lög nr. 92 9. júní 2004.

Lög um breytingu á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61 26. maí 1997, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Útboðnar einingar skulu leystar upp innan tíu ára eftir að þær eru boðnar út og rennur andvirði þeirra í stofnsjóð Nýsköpunarsjóðs.

2. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sjóðnum er einnig heimilt að leggja fé úr stofnsjóði í framtakssjóði með öðrum fjárfestum. Hlutdeild Nýsköpunarsjóðs í hverjum framtakssjóði má ekki vera meiri en 30% af samanlögðu framlagi til framtakssjóðsins. Stjórn Nýsköpunarsjóðs er heimilt að semja við aðra aðila um vistun framtakssjóða eða tiltekna þjónustu þeim til handa.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.