Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1851, 130. löggjafarþing 652. mál: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða (stjórn).
Lög nr. 102 9. júní 2004.

Lög um breytingu á lögum um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997.


1. gr.

     3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Umhverfisráðherra skipar forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar til fimm ára í senn. Forstöðumaður skal hafa háskólamenntun og hafa stundað rannsóknir sem tengjast fræðisviði stofnunarinnar.
     Forstöðumaður fer með stjórn stofnunarinnar, hefur umsjón með rekstri hennar og ræður aðra starfsmenn.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.