Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 651, 131. löggjafarþing 299. mál: Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (stjórn, innheimtuþóknun).
Lög nr. 141 21. desember 2004.

Lög um breyting á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra skipar sjö menn og jafnmarga varamenn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn. Skulu fjórir stjórnarmanna skipaðir eftir tilnefningu stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og þrír án tilnefningar og skal einn þeirra vera formaður sjóðstjórnar en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Fjármálaráðherra ákvarðar þóknun stjórnarmanna. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meiri hluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði.

2. gr.

     Í stað „2%“ í 8. gr. laganna kemur: 4%.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2004.