Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1101, 131. löggjafarþing 481. mál: helgidagafriður (afgreiðslutími matvöruverslana).
Lög nr. 18 14. apríl 2005.

Lög um breyting á lögum um helgidagafrið, nr. 32 14. maí 1997.


1. gr.

     1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Gististarfsemi og tengd þjónusta, starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvæðum, blómaverslana, söluturna og myndbandaleigna, svo og starfsemi matvöruverslana með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem a.m.k. 2/ 3 hluti veltunnar er sala á matvælum, drykkjarvöru og tóbaki.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. apríl 2005.