Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1315, 131. löggjafarþing 696. mál: Lífeyrissjóður bænda (hækkun iðgjalds, aldurstenging réttinda o.fl.).
Lög nr. 39 13. maí 2005.

Lög um breyting á lögum nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Heimilt er að skipta sjóðnum í deildir eftir því hvernig ávinnslu réttinda er háttað og eftir því hvort lífeyrisréttindi eru í sameign eða séreign.

2. gr.

     1. og 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Iðgjald sjóðfélaga skv. 1. mgr. 2. gr. skal að lágmarki vera 4% af iðgjaldsstofni skv. 1. mgr. þessarar greinar. Á móti iðgjaldi sjóðfélaga skal greitt mótframlag sem skal að lágmarki vera 6% af iðgjaldsstofni skv. 1. mgr. þessarar greinar.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Iðgjöld skulu að lágmarki vera 10% af tryggðum tekjum eða greiddum launum, þ.e. að lágmarki 4% iðgjald sjóðfélaga og að lágmarki 6% mótframlag vinnuveitanda.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Iðgjöld launþega sem eru sjóðfélagar skv. 2. mgr. 2. gr. skulu að lágmarki vera 10% af heildarlaunum, þ.e. að lágmarki 4% iðgjald sjóðfélaga og að lágmarki 6% mótframlag vinnuveitanda.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Iðgjöld skv. 3. og 4. gr. skulu hvert almanaksár umreiknuð til lífeyrisréttinda með jafnri og/eða aldurstengdri réttindaávinnslu samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum fyrir sjóðinn.
  3. Í stað 3. og 4. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
  4.      Ekki skal reikna réttindi lengur en til loka þess mánaðar er 70 ára aldri er náð. Séu iðgjaldaár fleiri en 30 skal við framreikning vegna örorku- og makalífeyris reikna að fullu réttindi þeirra 30 ára sem hagstæðust eru fyrir sjóðfélagann en að hálfu réttindi þeirra ára sem afgangs verða.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. A-liður 2. mgr. orðast svo: hafi greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. þrjú af undanfarandi fjórum almanaksárum fyrir orkutap og áunnið sér a.m.k. 0,4 stig í jafnri réttindaávinnslu hvert þessara þriggja ára eða sambærileg réttindi í aldurstengdri ávinnslu.
  2. Í stað orðanna „sbr. þó 3. málsl. 4. mgr. 6. gr.“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: sbr. þó 3. mgr. 6. gr.
  3. Í stað orðsins „stig“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: réttindi.


6. gr.

     Í stað orðsins „stig“ í 2. málsl. 4. mgr. 11. gr. laganna kemur: réttindi.

7. gr.

     4. og 5. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Fullur barnalífeyrir greiðist ef árleg réttindi, áætluð í samræmi við 5. mgr. 10. gr., jafngilda a.m.k. einu stigi í jafnri réttindaávinnslu og samsvarandi réttindum í aldurstengdri réttindaávinnslu. Séu áætluð árleg réttindi lægri lækkar barnalífeyrir frá sjóðnum hlutfallslega og fellur niður ef árleg réttindi jafngilda minna en 0,5 stigum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Orðin „sbr. 3. mgr. 6. gr.“ í 1. mgr. falla brott.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Upphæð elli- og örorkulífeyris skv. 9. og 10. gr. er hundraðshluti af grundvallarlaunum, sbr. 1. mgr., samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum. Upphæð makalífeyris skv. 11. gr. skal vera 50% lægri.


9. gr.

     Orðin „sbr. 3. mgr. 6. gr.“ í 6. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 2005.