Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1309, 131. löggjafarþing 676. mál: áfengislög (áfengi til iðnaðarnota og í atvinnuskyni).
Lög nr. 40 13. maí 2005.

Lög um breyting á áfengislögum, nr. 75 15. júní 1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Dómsmálaráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um fyrirkomulag veitingar leyfa til innflutnings, heildsölu eða framleiðslu áfengis í atvinnuskyni.

2. gr.

     2. málsl. 7. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Handhafa innflutningsleyfis er jafnframt heimilt að selja eða afhenda fyrirtækjum áfengi til iðnaðarnota.

4. gr.

     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Handhafa heildsöluleyfis er jafnframt heimilt að selja eða afhenda fyrirtækjum áfengi til iðnaðarnota.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 2005.