Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1420, 131. löggjafarþing 583. mál: stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegs (verksvið Vöruþróunar- og markaðssjóðs).
Lög nr. 54 18. maí 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 43 29. maí 1998, um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins.


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Jafnframt er stjórn sjóðsins heimilt að styrkja nýsköpun, rannsóknir og fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2005.