Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1442, 131. löggjafarþing 707. mál: álbræðsla á Grundartanga (fasteignaskattur).
Lög nr. 69 20. maí 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna:
  1. 3. og 4. málsl. orðast svo: Þá skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 6.219 millj. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga sem þarf til aukinnar álframleiðslu um 130 þús. lestir, miðað við byggingarvísitölu í desember 2004 (304,8). Þá skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 1.007 millj. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga sem þarf til aukinnar álframleiðslu um 40 þús. lestir, miðað við byggingarvísitölu í desember 2004 (304,8).
  2. Í stað orðanna „180 þús. lesta“ í 8. málsl. kemur: 220 þús. lesta.
  3. Í stað orðanna „240 þús. lesta“ í 9. málsl. kemur: 260 þús. lesta.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.