Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 571, 132. löggjafarþing 295. mál: meðferð opinberra mála (birting dóms).
Lög nr. 124 19. desember 2005.

Lög um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað 2.–4. málsl. 3. mgr. 133. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sæki ákærði þing telst dómur birtur fyrir honum en annars lætur ákærandi birta dóm skv. 20. gr. Séu ákærða gerð viðurlög er varða sektum eða upptöku eigna sem svarar til lægri fjárhæðar en áfrýjunarfjárhæð í einkamálum ásamt greiðslu sakarkostnaðar þarf ekki að birta honum dóm þótt ekki sé sótt þing af hálfu ákærða við uppkvaðningu hans.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. desember 2005.