Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 618, 132. löggjafarþing 351. mál: Ábyrgðasjóður launa (hækkun gjalds).
Lög nr. 131 20. desember 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa.


1. gr.

     16. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Kæruheimild.
     Heimilt er að kæra ákvarðanir Ábyrgðasjóðs launa sem teknar eru á grundvelli laga þessara til félagsmálaráðuneytisins.
     Kæra skal berast ráðuneytinu skriflega innan tveggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Kæra telst nægilega snemma fram komin ef bréf sem hefur hana að geyma hefur borist ráðuneytinu eða verið afhent pósti áður en fresturinn er liðinn.
     Félagsmálaráðuneytið skal leitast við að kveða upp úrskurð innan tveggja mánaða frá því að ráðuneytinu berst mál til úrskurðar.
     Að öðru leyti fer um málsmeðferð samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.
     Ákvæði þetta skerðir ekki rétt aðila til að höfða mál fyrir dómstólum.

2. gr.

     Í stað „0,04%“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 0,1%.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.