Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 617, 132. löggjafarþing 343. mál: húsnæðismál (varasjóður viðbótarlána).
Lög nr. 137 20. desember 2005.

Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðunum „reiknuð út“ í 2. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 44. gr. laganna kemur: að teknu tilliti til tekjumöguleika þeirra og nýtingar tekjustofna.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII við lögin:
  1. Lokamálsliður 3. tölul. orðast svo: Samkomulag þetta gildir til og með árinu 2009.
  2. Við bætist nýr töluliður er orðast svo: Ráðgjafarnefnd varasjóðsins verði heimilt á árunum 2005, 2006 og 2007 að nýta 280 milljónir króna á ári af fjármunum skv. 3. tölul. 1. mgr. 44. gr. til verkefna skv. 1. og 2. tölul. sömu málsgreinar. Einnig verði varasjóðnum heimilt að nýta hluta þessara fjármuna til að aðstoða við úreldingu íbúða í eigu sveitarfélaga, á grundvelli reglugerðar sem félagsmálaráðherra setur að fenginni umsögn Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Framlög til sveitarfélaga skv. b-lið 2. gr. sem koma eiga til greiðslu árið 2005 skulu greidd til sveitarfélaga svo fljótt sem unnt er.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.