Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1095, 132. löggjafarþing 461. mál: hlutafélög (EES-reglur, upplýsingaákvæði).
Lög nr. 18 12. apríl 2006.

Lög um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (upplýsingaákvæði).


1. gr.

     Við 8. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Upplýsingar samkvæmt þessari málsgrein skal einnig gefa á vef hlutafélaga og útibúa þeirra ef til er.

2. gr.

     2. málsl. 2. tölul. 153. gr. laganna orðast svo: Sama gildir um brot á reglum um hlutafé í erlendum gjaldmiðli skv. 4. mgr. 1. gr. og upplýsingagjöf skv. 8. mgr. 1. gr.

3. gr.

     Lög þessi byggjast á upplýsingaákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/58/EB frá 15. júlí 2003 um breytingu á tilskipun ráðsins 68/151/EBE að því er varðar birtingarskyldu félaga af tiltekinni gerð.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.

Samþykkt á Alþingi 3. apríl 2006.