Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1386, 132. löggjafarþing 353. mál: stjórn fiskveiða (afnám sérúthlutunar á þorski).
Lög nr. 41 12. júní 2006.

Lög um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Orðin „og 9. gr. a“ í 1. tölul. 3. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     9. gr. a laganna fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Í upphafi fiskveiðiárs 2006/2007 skal úthluta aflahlutdeild í þorski þeim fiskiskipum sem réttur skv. 9. gr. a er bundinn við þegar lögin taka gildi. Reiknigrunnur hvers úthlutunarréttar samkvæmt bráðabirgðaákvæði þessu skal vera hvort sem hærra reynist: aflamark sem úthlutun á grundvelli viðkomandi réttar gefur án tillits til aflamarksstöðu fiskiskips eða aflamark sem er meðaltal þess aflamarks sem úthlutað hefur verið á grundvelli viðkomandi réttar á fiskveiðiárunum 1999/2000–2005/2006, að báðum árum meðtöldum. Þó skal skerða reiknigrunn hvers úthlutunarréttar hlutfallslega þannig að heildarreiknigrunnurinn verði ekki hærri en meðaltal úthlutana fyrrgreindra fiskveiðiára að teknu tilliti til lækkunar leyfilegs heildarafla þorsks milli fiskveiðiáranna 1999/2000 og 2005/2006. Aflahlutdeild hvers fiskiskips skal síðan reiknuð út frá reiknigrunni sem hlutfall af úthlutuðu aflamarki fiskveiðiársins 2005/2006 í þorski. Að lokinni þessari úthlutun skal aflahlutdeild allra fiskiskipa í þorski endurreiknuð með hliðsjón af þeim breytingum sem af þessari úthlutun leiðir. Heimilt er ráðherra að setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, þar á meðal um flutning réttar milli fiskiskipa.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.