Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1389, 132. löggjafarþing 616. mál: uppboðsmarkaðir sjávarafla (EES-reglur).
Lög nr. 44 12. júní 2006.

Lög um breytingu á lögum nr. 79 24. maí 2005, um uppboðsmarkaði sjávarafla.


1. gr.

     Við a-lið 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilyrði um íslenskan ríkisborgararétt og lögheimili hér á landi ná ekki til einstaklinga sem hafa ríkisfang og búsettir eru í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða til Færeyinga búsettra í Færeyjum eða á Íslandi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.