Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1426, 132. löggjafarþing 403. mál: aukatekjur ríkissjóðs (nýjar gjaldtökuheimildir).
Lög nr. 56 13. júní 2006.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir I. kafla laganna kemur nýr kafli, I. kafli A, Gjöld vegna mála á grundvelli laga um öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum, með einni nýrri grein, 3. gr. a, svohljóðandi:
     Í málum samkvæmt lögum um öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum skal greiða eftirfarandi gjöld í ríkissjóð:
 1. Fyrir beiðni til héraðsdóms skv. II. kafla laganna     3.900 kr.
 2. Fyrir beiðni til sýslumanns skv. III. kafla laganna     6.300 kr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. 27. tölul. 1. mgr. orðast svo: Fyrir umsókn og tilkynningu um íslenskan ríkisborgararétt:
  1. Fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt     10.000 kr.
  2. Fyrir tilkynningu um íslenskan ríkisborgararétt     5.000 kr.
 2. Við 1. mgr. bætast fimm nýir töluliðir, 32.–36. tölul., svohljóðandi:
  1. Fyrir afgreiðslu umsóknar um EES-dvalarleyfi fyrir 18 ára og eldri:
   1. Fyrir afgreiðslu umsóknar um EES-dvalarleyfi, fyrsta leyfi     4.000 kr.
   2. Fyrir afgreiðslu umsóknar um framlengingu á EES-dvalarleyfi     2.000 kr.
  2. Fyrir afgreiðslu umsóknar um EES-dvalarleyfi fyrir yngri en 18 ára:
   1. Fyrir afgreiðslu umsóknar um EES-dvalarleyfi, fyrsta leyfi     2.000 kr.
   2. Fyrir afgreiðslu umsóknar um framlengingu á EES-dvalarleyfi     1.000 kr.
  3. Fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi og búsetuleyfi fyrir 18 ára og eldri:
   1. Fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi, fyrsta leyfi     8.000 kr.
   2. Fyrir afgreiðslu umsóknar um búsetuleyfi     8.000 kr.
   3. Fyrir afgreiðslu umsóknar um framlengingu á dvalarleyfi     4.000 kr.
  4. Fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi og búsetuleyfi fyrir yngri en 18 ára:
   1. Fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi, fyrsta leyfi     4.000 kr.
   2. Fyrir afgreiðslu umsóknar um búsetuleyfi     4.000 kr.
   3. Fyrir afgreiðslu umsóknar um framlengingu á dvalarleyfi     2.000 kr.
  1. Beiðni til mannanafnanefndar um að setja nýtt nafn á mannanafnaskrá     2.000 kr.


3. gr.

     Á eftir 14. gr. a laganna kemur ný grein, 14. gr. b, svohljóðandi:
     Greiða skal 1.500 kr. fyrir ársáskrift að rafrænni útgáfu Lögbirtingablaðs.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskilinni 1. gr. sem öðlast gildi 1. júlí 2006.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.