Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1461, 132. löggjafarþing 447. mál: grunnskólar (sjálfstætt reknir grunnskólar o.fl.).
Lög nr. 98 14. júní 2006.
Við hvern grunnskóla skal starfa nemendaráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Í nemendaráði situr a.m.k. einn fulltrúi úr hverjum árgangi í 6.–10. bekk sem nemendur úr þessum bekkjardeildum velja sjálfir. Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að ráðið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendaráð skal fá skólanámskrá til umsagnar og aðrar áætlanir er varða skólahaldið. Nemendaráð skal jafnframt fá til umsagnar fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
Í hverjum skóla skal árlega gefa út skólanámskrá og er skólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla og tekur mið af sérstöðu skólans og aðstæðum. Í skólanámskrá skal m.a. gerð grein fyrir starfsáætlun skólans, skólatíma, skóladagatali, kennsluskipan, markmiðum og inntaki náms, námsmati, skólaheilsugæslu og slysavörnum, félagslífi í skólanum og öðru því sem varðar starfsemi skólans, svo sem mati og úttektum á skólastarfi. Skólanámskrá skal lögð fyrir foreldraráð og nemendaráð til umsagnar ár hvert. Að loknu umsagnarferli skal skólanámskráin lögð fyrir skólanefnd sem skal staðfesta gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla, kjarasamninga og almennar ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.
Í 8., 9. og 10. bekk mega námsgreinar vera að hluta frjálst val nemenda. Verja má allt að þriðjungi námstímans í valgreinar. Heimilt er að meta tímabundna þátttöku t.d. í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám, enda sé það skipulagt í samráði við skóla. Einnig er heimilt að meta skipulagt nám sem stundað er utan grunnskóla til valgreina, t.d. við tónlistarskóla og málaskóla. Forráðamaður getur kært synjun um mat á námi til skólanefndar. Stundi nemandi slíkt nám er viðkomandi sveitarstjórn ekki skylt að standa straum af kostnaði sem af því leiðir þrátt fyrir að námið njóti viðurkenningar í stað skyldunámsgreina.
Menntamálaráðherra er heimilt að viðurkenna grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 3. gr., sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum í formi sjálfseignarstofnunar eða hlutafélags eða samkvæmt öðru viðurkenndu rekstrarformi, enda liggi fyrir samþykki sveitarfélags um stofnun skólans. Heimilt er að binda samþykki sveitarfélags við ákveðinn hámarksfjölda nemenda. Um slíka grunnskóla gilda sömu lög og reglur og um grunnskóla skv. 1. gr. eftir því sem við á.
Grunnskólar sem hljóta viðurkenningu skv. 1. mgr. eiga rétt á framlagi úr sveitarsjóði til starfsemi sinnar vegna nemenda sem hafa lögheimili í því sveitarfélagi sem skólinn starfar í. Skal framlagið nema að lágmarki 75% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt árlegum útreikningi Hagstofu Íslands. Gildir þetta hlutfall fyrir skóla með allt að 200 nemendur, en framlagið skal vera að lágmarki 70% fyrir hvern nemanda umfram þann fjölda. Útreikningur Hagstofu Íslands á kostnaði samkvæmt þessari málsgrein skal taka mið af verðlagsbreytingum.
Menntamálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd þessarar greinar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands.
Ákvæði til bráðabirgða.
Grunnskólar sem þegar eru starfandi á grundvelli 56. gr. eiga rétt á framlagi úr sveitarsjóði skv. 22. gr. laga þessara án sérstakrar viðurkenningar menntamálaráðuneytisins skv. 1. mgr. sömu greinar. Sveitarfélagi er þó heimilt að takmarka framlag úr sveitarsjóði við hámarksfjölda nemenda.
Þingskjal 1461, 132. löggjafarþing 447. mál: grunnskólar (sjálfstætt reknir grunnskólar o.fl.).
Lög nr. 98 14. júní 2006.
Lög um breytingu á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum.
1. gr.
1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Sveitarfélögum er skylt að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 6 til 16 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eftir því sem nánar segir í lögum þessum.2. gr.
Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi skólaaksturs. Menntamálaráðherra setur nánari reglur um tilhögun skólaaksturs í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:- Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Verði misbrestur á skólasókn barns, án þess að veikindi eða aðrar gildar ástæður hamli, skal skólastjóri leita leiða til úrbóta. Jafnframt skal hann tilkynna barnaverndaryfirvöldum um málið.
- 2. og 3. mgr. orðast svo:
Ákvörðun skv. 2. mgr. er kæranleg til menntamálaráðuneytisins. Fer um kæru og meðferð hennar að ákvæðum stjórnsýslulaga.
4. gr.
Í stað orðanna „viðurkennda einkaskóla“ í a-lið 7. gr. laganna kemur: sjálfstætt rekna grunnskóla.5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:- 1. málsl. orðast svo: Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu í samráði við umsjónarkennara telji hann til þess gildar ástæður.
- Við bætist nýr málsliður sem orðast svo: Forráðamaður getur kært synjun skólastjóra um undanþágu frá skólasókn til skólanefndar.
6. gr.
Á eftir orðinu „sveitarfélög“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: og sjálfstætt reknir grunnskólar.7. gr.
Lokamálsliður 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Jafnframt skal skólanefnd stuðla að tengslum og samstarfi leikskóla og grunnskóla annars vegar og grunnskóla og framhaldsskóla hins vegar.8. gr.
Við 3. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Foreldraráð skal jafnframt fá til umsagnar fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.9. gr.
1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:Við hvern grunnskóla skal starfa nemendaráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Í nemendaráði situr a.m.k. einn fulltrúi úr hverjum árgangi í 6.–10. bekk sem nemendur úr þessum bekkjardeildum velja sjálfir. Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að ráðið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendaráð skal fá skólanámskrá til umsagnar og aðrar áætlanir er varða skólahaldið. Nemendaráð skal jafnframt fá til umsagnar fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:- Við 1. mgr. bætist: og foreldraráð.
- Í stað 2. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Grunnskólinn er vinnustaður nemenda. Við hönnun og byggingu skólahúsnæðis skal taka mið af þörfum nemenda og líðan og leggja áherslu á öruggt náms- og starfsumhverfi.
11. gr.
Við 1. mgr. 20. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal ráðherra í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga setja sérstaka reglugerð um slysavarnir og öryggismál í grunnskólahúsnæði og á skólalóðum.12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:- Orðin „(30 kennslustundir)“, „(35 kennslustundir)“ og „(37 kennslustundir)“ í 2. mgr. falla brott.
- 2. málsl. 4. mgr. fellur brott.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:- 2. mgr. fellur brott.
- Á eftir orðinu „kyns“ í 4. mgr. kemur: kynhneigðar.
- Í stað orðanna „eða fötlunar“ í 4. mgr. kemur: fötlunar eða stöðu að öðru leyti.
14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:- Í stað orðsins „kjarnagreinar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: skyldunámsgreinar.
- D-liður 2. mgr. orðast svo: list- og verkgreinar.
- Í stað orðanna „umhverfis- og tæknimennt“ í e-lið 2. mgr. kemur: og umhverfismennt.
- G-liður 2. mgr. orðast svo: íþróttir, líkams- og heilsurækt.
- Við bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- lífsleikni,
- upplýsinga- og tæknimennt.
15. gr.
31. gr. laganna orðast svo:Í hverjum skóla skal árlega gefa út skólanámskrá og er skólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla og tekur mið af sérstöðu skólans og aðstæðum. Í skólanámskrá skal m.a. gerð grein fyrir starfsáætlun skólans, skólatíma, skóladagatali, kennsluskipan, markmiðum og inntaki náms, námsmati, skólaheilsugæslu og slysavörnum, félagslífi í skólanum og öðru því sem varðar starfsemi skólans, svo sem mati og úttektum á skólastarfi. Skólanámskrá skal lögð fyrir foreldraráð og nemendaráð til umsagnar ár hvert. Að loknu umsagnarferli skal skólanámskráin lögð fyrir skólanefnd sem skal staðfesta gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla, kjarasamninga og almennar ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.
16. gr.
1. mgr. 32. gr. laganna orðast svo:Í 8., 9. og 10. bekk mega námsgreinar vera að hluta frjálst val nemenda. Verja má allt að þriðjungi námstímans í valgreinar. Heimilt er að meta tímabundna þátttöku t.d. í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám, enda sé það skipulagt í samráði við skóla. Einnig er heimilt að meta skipulagt nám sem stundað er utan grunnskóla til valgreina, t.d. við tónlistarskóla og málaskóla. Forráðamaður getur kært synjun um mat á námi til skólanefndar. Stundi nemandi slíkt nám er viðkomandi sveitarstjórn ekki skylt að standa straum af kostnaði sem af því leiðir þrátt fyrir að námið njóti viðurkenningar í stað skyldunámsgreina.
17. gr.
Við 1. mgr. 33. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nemenda. Skólaakstur skv. 4. gr. skal vera nemendum að kostnaðarlausu.18. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:- Við bætist ný málsgrein er verður 1. mgr. og orðast svo:
- Í stað orðsins „Menntamálaráðherra“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Skólastjóra.
- Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: skólastjóra.
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:- 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Verði samt ekki breyting á til batnaðar skal kennari leita aðstoðar sérfróðra ráðgjafa skólans og skólastjóra sem leitar leiða til úrbóta, eftir atvikum að teknu tilliti til hlutverks barnaverndaryfirvalda.
- 3. og 4. mgr. orðast svo:
Ákvörðun skólanefndar skv. 3. mgr. er kæranleg til menntamálaráðuneytisins. Fer um kæru og meðferð hennar að ákvæðum stjórnsýslulaga.
20. gr.
Í stað orðsins „kjarnagreinum“ í 1. mgr. 46. gr. laganna kemur: skyldunámsgreinum.21. gr.
Í stað orðsins „einkaskólum“ í 2. málsl. 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: sjálfstætt reknum grunnskólum.22. gr.
56. gr. laganna orðast svo:Menntamálaráðherra er heimilt að viðurkenna grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 3. gr., sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum í formi sjálfseignarstofnunar eða hlutafélags eða samkvæmt öðru viðurkenndu rekstrarformi, enda liggi fyrir samþykki sveitarfélags um stofnun skólans. Heimilt er að binda samþykki sveitarfélags við ákveðinn hámarksfjölda nemenda. Um slíka grunnskóla gilda sömu lög og reglur og um grunnskóla skv. 1. gr. eftir því sem við á.
Grunnskólar sem hljóta viðurkenningu skv. 1. mgr. eiga rétt á framlagi úr sveitarsjóði til starfsemi sinnar vegna nemenda sem hafa lögheimili í því sveitarfélagi sem skólinn starfar í. Skal framlagið nema að lágmarki 75% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt árlegum útreikningi Hagstofu Íslands. Gildir þetta hlutfall fyrir skóla með allt að 200 nemendur, en framlagið skal vera að lágmarki 70% fyrir hvern nemanda umfram þann fjölda. Útreikningur Hagstofu Íslands á kostnaði samkvæmt þessari málsgrein skal taka mið af verðlagsbreytingum.
Menntamálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd þessarar greinar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands.
23. gr.
Fyrirsögn XIII. kafla laganna verður: Sjálfstætt reknir grunnskólar.24. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.