Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 679, 133. löggjafarþing 374. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (skuldabréfaeign lífeyrissjóða).
Lög nr. 140 15. desember 2006.
Þingskjal 679, 133. löggjafarþing 374. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (skuldabréfaeign lífeyrissjóða).
Lög nr. 140 15. desember 2006.
Lög um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 3. mgr. 36. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nú greiðir bakábyrgðaraðili lífeyrissjóðs, sem nýtur bakábyrgðar ríkis, sveitarfélaga eða banka, inn á skuldbindingu sína við sjóðinn með verðbréfum skv. 1. tölul. 1. mgr. sem ekki eru skráð á skipulegum markaði, og skal sjóðnum þá heimilt að eiga slík verðbréf óháð takmörkunum skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar.2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.