Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 620, 133. löggjafarþing 428. mál: fæðingar- og foreldraorlof (aðgreining umönnunargreiðslna og fæðingarorlofsgreiðslna).
Lög nr. 155 15. desember 2006.

Lög um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Vinnumálastofnunar.

2. gr.

     Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 5. mgr. 6. gr. laganna kemur: Vinnumálastofnun.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 1. mgr. kemur: Vinnumálastofnunar.
  2. Í stað orðsins „Tryggingastofnun“ í 1. mgr. kemur: Vinnumálastofnun.
  3. Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ hvarvetna í 3., 4. og 5. mgr. kemur: Vinnumálastofnun.
  4. Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í fyrirsögn kemur: Vinnumálastofnunar.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. a laganna:
  1. Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. mgr. kemur: Vinnumálastofnun.
  2. Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 2. mgr. kemur: Vinnumálastofnunar.
  3. Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 5. mgr. kemur: Vinnumálastofnun.


5. gr.

     2. og 3. málsl. 5. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum aðila um hvort lenging fæðingarorlofs sé nauðsynleg samkvæmt ákvæði þessu. Synjun Vinnumálastofnunar um lengingu fæðingarorlofs er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála, sbr. 5. gr.

6. gr.

     2. og 3. málsl. 4. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum aðila um hvort lenging á rétti til fæðingarstyrks sé nauðsynleg samkvæmt ákvæði þessu. Synjun Vinnumálastofnunar um lengingu á rétti til fæðingarstyrks er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála, sbr. 5. gr.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 1. mgr. kemur: Vinnumálastofnunar.
  2. Í stað orðsins „Tryggingastofnunar“ í 3. mgr. kemur: Vinnumálastofnunar.
  3. Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í fyrirsögn kemur: Vinnumálastofnunar.


8. gr.

     2. mgr. 33. gr. laganna orðast svo:
     Foreldri sem nýtur greiðslna í fæðingarorlofi á ekki rétt til sjúkradagpeninga og lífeyrisgreiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar vegna sama barns.

9. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.

Samþykkt á Alþingi 8. desember 2006.