Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 663, 133. löggjafarþing 93. mál: álbræðsla á Grundartanga (tekjuskattur á arð o.fl.).
Lög nr. 157 15. desember 2006.

Lög um breytingu á lögum nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðanna „Norðurál hf.“ í 2. og 4. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Norðurál ehf.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
  1. B-liður 1. tölul. fellur brott.
  2. Við bætist nýr töluliður sem orðast svo: Félagið skal undanþegið breytingum sem kunna að verða á ákvæðum um frádrátt vaxtakostnaðar í lögum um tekjuskatt eftir undirritun samninga skv. 1. gr.


3. gr.

     Fyrirsögn 9. gr. laganna orðast svo: Innflutningur.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.