Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 687, 133. löggjafarþing 418. mál: jarðalög (veðtökuheimildir óðalsbænda).
Lög nr. 158 15. desember 2006.

Lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. 2. málsl. fellur brott.
  2. Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
  3.      Skylda til að tilkynna stofnun réttinda og aðilaskipti skv. 1. mgr. hvílir á kaupanda, erfingja, gjafþega, leigutaka, ábúanda eða öðrum viðtakanda réttar.


2. gr.

     43. gr. laganna orðast svo:
     Á ættaróðali mega ekki hvíla aðrar veðskuldir en þær sem teknar hafa verið til tryggingar greiðslu lána til mannvirkjagerðar eða annarra varanlegra endurbóta á jörðinni.

3. gr.

     Orðin „hjá Lífeyrissjóði bænda og Orkusjóði samkvæmt þeim reglum sem um slík lán gilda á hverjum tíma“ í 47. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.