Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1085, 133. löggjafarþing 358. mál: aukatekjur ríkissjóðs (löggilding starfsheitis grafískra hönnuða).
Lög nr. 20 16. mars 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. 22. tölul. orðast svo: Leyfi til arkitekta (húsameistara), byggingafræðinga, grafískra hönnuða, húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða), iðnfræðinga, landslagsarkitekta (landslagshönnuða), raffræðinga, skipulagsfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og verkfræðinga.
  2. Á eftir 29. tölul. koma þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Löggilding vigtarmanna.
    2. Bráðabirgðalöggilding vigtarmanna.
    3. Löggilding rafverktaka.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. mars 2007.