Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1406, 133. löggjafarþing 295. mál: Vísinda- og tækniráð (verksvið og heiti ráðsins).
Lög nr. 59 27. mars 2007.

Lög um breyting á lögum um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Forsætisráðherra skipar 16 menn í Vísinda- og tækniráð til þriggja ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar en 14 samkvæmt tilnefningum eftirtalinna aðila.
  2. Í stað orðsins „tvo“ í 2. mgr. kemur: fjóra.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Forsætisráðherra skipar tvo menn í Vísinda- og tækniráð frá 1. september 2007 til 31. mars 2009.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.