Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1307, 133. löggjafarþing 656. mál: útflutningsaðstoð (fjármögnun Útflutningsráðs).
Lög nr. 64 28. mars 2007.

Lög um breytingu á lögum um útflutningsaðstoð, nr. 160/2002.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nefndin skal funda eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
  2. Í stað 2.–5. málsl. 2. mgr. kemur einn nýr málsliður sem orðast svo: Utanríkisráðherra skipar fulltrúa í samráðsnefndina að höfðu samráði við stjórn Útflutningsráðs.


2. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Verði ekki annað ákveðið með lögum fellur markaðsgjald skv. 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. niður frá og með 1. janúar 2013, þó þannig að álagning gjaldsins fari fram árið 2013 vegna gjaldstofns ársins 2012.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.