Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 199, 135. löggjafarþing 65. mál: notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 135 12. nóvember 2007.

Lög um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli.


1. gr.

     Heimilt er að nota raflagnir og rafföng í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli til 1. október 2010. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skal fyrir 1. október 2007 leggja fram verkáætlun til Neytendastofu um hvernig staðið verði að breytingum til samræmis við íslenskar kröfur fyrir 1. október 2010.

2. gr.

     Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skal tilnefna umsjónarmann öryggismála á svæðinu sem starfi í samvinnu við Neytendastofu. Hann skal uppfylla þær hæfniskröfur sem gerðar eru í reglugerð nr. 264/1971, um raforkuvirki, með síðari breytingum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. nóvember 2007.