Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 555, 135. löggjafarþing 304. mál: ráðstöfun á söluandvirði Landssímans hf. (frestun framkvæmda).
Lög nr. 157 20. desember 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.


1. gr.

     Í stað orðanna „3.900 millj. kr. árið 2008, 2.000 millj. kr. árið 2009 og 2.000 millj. kr. árið 2010“ í a-lið 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 900 millj. kr. árið 2008, 3.000 millj. kr. árið 2009 og 4.000 millj. kr. árið 2010.

2. gr.

     Í stað orðanna „1.500 millj. kr. árið 2008, 4.000 millj. kr. árið 2009, 4.000 millj. kr. árið 2010, 4.000 millj. kr. árið 2011 og 4.000 millj. kr. árið 2012“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 800 millj. kr. árið 2008, 4.200 millj. kr. árið 2009, 4.200 millj. kr. árið 2010, 4.300 millj. kr. árið 2011 og 4.000 millj. kr. árið 2012.

3. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Fjárframlögin skiptast þannig milli ára að verja skal 300 millj. kr. til þessa verkefnis árið 2008 og 700 millj. kr. árið 2009.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.