Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 881, 135. löggjafarþing 353. mál: geislavarnir (einfaldara eftirlit o.fl.).
Lög nr. 28 11. apríl 2008.

Lög um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir.


1. gr.

     5. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Við bætist nýr töluliður, 8. tölul., svohljóðandi: Leyfishafi: Aðili sem hefur fengið leyfi Geislavarna ríkisins til notkunar geislavirkra efna eða geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun.
 2. Í stað orðsins „eiganda“ í 8. tölul., sem verður 9. tölul., kemur: leyfishafa.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. 9. tölul. 1. mgr. orðast svo: Geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa og annað því tengt.
 2. Á eftir 9. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Nauðsynlega mælifræði og varðveislu landsmæligrunna vegna notkunar jónandi geislunar á Íslandi.
 3. Í stað orðanna „láta stofnuninni í té nauðsynlegar upplýsingar“ í 5. mgr. kemur: veita stofnuninni aðstoð við öflun nauðsynlegra upplýsinga.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „innflutningur“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: útflutningur.
 2. 2. og 3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Innflytjendur skulu senda Geislavörnum ríkisins tilkynningu eigi síðar en 1. febrúar ár hvert um innflutning og kaupendur tilkynningarskyldra tækja á liðnu ári. Innlendir framleiðendur skulu með sama hætti senda slíka tilkynningu um innlenda kaupendur tilkynningarskyldra tækja.


5. gr.

     Fyrirsögn III. kafla laganna verður: Leyfisveitingar og tilkynningar um innflutning o.fl.

6. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: Notkun geislavirkra efna sem ekki falla undir 2. mgr. 7. gr. og geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun er háð leyfi Geislavarna ríkisins.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „eigandi“ í 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. og „eiganda“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: leyfishafi.
 2. Í stað orðanna „innra eftirliti“ í 3. mgr. og „innra eftirlits“ í 4. mgr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: gæðaeftirlit.


8. gr.

     Í stað orðsins „eiganda“ í lokamálslið 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: leyfishafa.

9. gr.

     Í stað orðsins „Eigendur“ í 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: Leyfishafar.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „eigandi“ í 1. málsl. kemur: leyfishafi.
 2. Í stað orðanna „sbr. 7., 9. og 20. gr.“ í 1. málsl. kemur: sbr. 7. og 9. gr.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Viðgerðir og uppsetningar á geislatækjum sem gefa frá sér jónandi geislun mega þeir einir annast sem uppfylla kröfur Geislavarna ríkisins um þekkingu og reynslu. Þeir sem taka að sér uppsetningu slíkra geislatækja skulu tilkynna Geislavörnum ríkisins um uppsetninguna innan fjögurra vikna frá því að henni lýkur.
 4. 3. mgr. orðast svo:
 5.      Þeir sem taka að sér að setja upp slík geislatæki eða gera við þau skulu ganga úr skugga um að öryggisbúnaður tækjanna sé í samræmi við lög og reglugerðir eða aðrar reglur settar samkvæmt þeim og tilkynna Geislavörnum ríkisins tafarlaust ef svo er ekki.


12. gr.

     Fyrirsögn IX. kafla laganna verður: Uppsetning og viðgerðir á geislatækjum.

13. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.

Samþykkt á Alþingi 7. apríl 2008.