Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 879, 135. löggjafarþing 326. mál: matvæli (EES-reglur, rekjanleiki umbúða).
Lög nr. 29 16. apríl 2008.

Lög um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995.


1. gr.

     Við 14. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Rekjanleika umbúða og annarra efna og hluta sem ætlað er að snerta matvæli skal tryggja á öllum stigum. Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um skyldu framleiðenda og dreifingaraðila til að hafa kerfi og verklagsreglur sem tryggi rekjanleika umbúða og annarra efna og hluta sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli til að auðvelda eftirlit, innköllun gallaðra vara, miðlun upplýsinga til neytenda og til að ákvarða ábyrgð á hinni gölluðu vöru.
     Þegar eftirlitsaðili hefur rökstudda ástæðu til að ætla á grundvelli nýrra upplýsinga eða endurmats á fyrirliggjandi upplýsingum að notkun umbúða og annarra efna eða hluta stofni heilbrigði manna í hættu, þrátt fyrir að viðeigandi ráðstafanir um öryggi vörunnar hafi verið gerðar, er eftirlitsaðila heimilt að takmarka eða stöðva dreifingu vara.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. apríl 2008.