Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 976, 135. löggjafarþing 611. mál: sértryggð skuldabréf (staða afleiðusamninga).
Lög nr. 35 13. maí 2008.

Lög um breyting á lögum um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008.


1. gr.

     Við 14. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þrotabúið tekur við réttindum og skyldum útgefanda samkvæmt afleiðusamningum sem gerðir hafa verið á grundvelli laga þessara. Kröfur samkvæmt slíkum afleiðusamningum njóta rétthæðar skv. 3. tölul. 110. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 3. mgr. 111. gr. sömu laga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 2008.