Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1053, 135. löggjafarþing 243. mál: varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (hættumat í dreifbýli).
Lög nr. 41 28. maí 2008.

Lög um breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Skal það hættumat ná til þéttbýlis.
  2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
  3.      Ráðherra getur ákveðið að gerð verði úttekt á hættu á ofanflóðum í dreifbýli þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku. Með byggð í þessari málsgrein er ekki átt við frístundabyggð. Þó skal heimild ráðherra ná til þyrpinga þegar byggðra frístundabyggða og frístundahúsa þar sem einstaklingar hafa skráð lögheimili. Enn fremur skal heimild ráðherra ná til samkomuhúsa, svo sem skóla, félagsheimila og þess háttar bygginga. Veðurstofa Íslands annast úttektina og skal gerður um það samningur, sbr. 3. mgr.
  4. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama á við um úttekt skv. 4. mgr.


2. gr.

     1. tölul. 1. mgr. 13. gr. orðast svo: Greiða skal allan kostnað við gerð hættumats skv. 4. gr., þ.m.t. kostnað við starfsemi hættumatsnefnda, svo og kostnað við gerð úttektar skv. 4. gr. og við gerð uppdrátta skv. 6. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi, að undantekinni 2. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2009.

Samþykkt á Alþingi 21. maí 2008.